„Að fenginni reynslu“ er heiti sýningar sem Kristbergur Pétursson myndlistarmaður opnar í SÍM -húsinu í Hafnarstræti 16 í dag, föstudag, klukkan 17.
„Að fenginni reynslu“ er heiti sýningar sem Kristbergur Pétursson myndlistarmaður opnar í SÍM -húsinu í Hafnarstræti 16 í dag, föstudag, klukkan 17. Á sýningunni eru bæði myndverk og ljóð sem Kristbergur hefur ort en þau hafa jafnframt verið þýdd á ensku af Aðalsteini Ingólfssyni listfræðingi. Í texta sem fylgir sýningunni úr hlaði segir Kristbergur marga eiga bágt í samfélaginu, margir séu jaðarsettir og utangarðs. Mikilvægt sé að taka fólki eins og það er og verkin hafi „sammannlega og almenna skírskotun“.