Belgía Hert á smitvörnum.
Belgía Hert á smitvörnum. — AFP
Nýsmit af völdum kórónuveirunnar jukust síðasta sólarhringinn og hafa ekki verið fleiri mánuðum saman í Frakklandi, Spáni, Grikklandi og Þýskalandi. Nýsmit í Þýskalandi fóru í gær upp fyrir 1.000 í fyrsta sinn frá í maí.

Nýsmit af völdum kórónuveirunnar jukust síðasta sólarhringinn og hafa ekki verið fleiri mánuðum saman í Frakklandi, Spáni, Grikklandi og Þýskalandi.

Nýsmit í Þýskalandi fóru í gær upp fyrir 1.000 í fyrsta sinn frá í maí. „Þetta eru ekki venjulegir tímar, faraldurinn er enn á fullu og mun áfram verða það,“ sagði Jens Span heilbrigðisráðherra. Hann sagði landa sína hafa sofnað á verðinum gagnvart kórónuveirunni.

Frakkar anna ekki eftirspurn eftir veirumælingum og Finnar vöruðu í gær við „framúrhófi viðkvæmu“ ástandi. Höfuðstað eins kunnasta vínræktarhéraðs Spánar, Arando de Duero, var lokað í gær með dómsvaldi. Eru 33.000 íbúar í eins konar stofufangelsi á heimilum sínum vegna mikillar fjölgunar veirusmits, þar af 104 tilfella í gær.