Leikfær? Kolbeinn Sigþórsson gæti leikið með AIK innan skamms.
Leikfær? Kolbeinn Sigþórsson gæti leikið með AIK innan skamms. — Morgunblaðið/Hari
Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson verður loksins í leikmannahópi AIK er liðið mætir Östersund í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Kolbeinn lék síðast með liðinu 2. júlí.

Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson verður loksins í leikmannahópi AIK er liðið mætir Östersund í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Kolbeinn lék síðast með liðinu 2. júlí.

Meiðsli og veikindi hafa sett strik í reikninginn hjá Kolbeini síðan hann kom til AIK frá Nantes í Frakklandi en framherjinn hefur mikið glímt við meiðsli síðustu ár.

Hefur AIK aðeins fengið tvö stig úr síðustu sex leikjum og er í 13. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, stigi fyrir ofan neðsta sæti, en AIK var í mikilli titilbaráttu á síðustu leiktíð.

„Það er gott að geta fengið inn mann með þá reynslu og hæfileika sem hann hefur,“ sagði Bartosz Grzelak, knattspyrnustjóri AIK, um Kolbein á blaðamannafundi.