Tvíeyki Antonía Berg og Íris María.
Tvíeyki Antonía Berg og Íris María.
Antonía Berg og Íris María Leifsdóttir opna myndlistarsýninguna Augnablik í galleríinu Flæði að Vesturgötu 17 í Reykjavík í dag kl. 16. Þær segja Augnablik skrásetningu umbreytinga í listaverkum sem gerð hafi verið á tímum kórónuveirunnar.

Antonía Berg og Íris María Leifsdóttir opna myndlistarsýninguna Augnablik í galleríinu Flæði að Vesturgötu 17 í Reykjavík í dag kl. 16. Þær segja Augnablik skrásetningu umbreytinga í listaverkum sem gerð hafi verið á tímum kórónuveirunnar. Antonía er leirkerasmiður og Íris listmálari og segja þær að vinnuaðstöðu þeirra hafi verið lokað vegna samkomubannsins og þær því ekki getað nálgast olíumálningu eða leirofn. Þær hafi því þurft að leita leiða til að halda áfram vinnu sinni með því að líta í kringum sig og notast við litina í kryddskúffunni og hráan leir. „Með ljósmyndinni föngum við brot af ferli sem breytast óðfluga í streymi náttúrunnar. Nærmyndin er að hún býr til nýtt landslag. Þá er hægt að taka efnin úr samhengi, velta þeim fyrir okkur og mynda nýjar tengingar. Við sköpum verk í sameiningu og fylgjumst með umbreytingum í verkum okkar sem gerast með tímanum,“ skrifa þær.

Samhliða sýningunni verður vefsíða þeirra opnuð á slóðinni augnablik.myshopify.com/.