Vígalegur Marquinhos fagnar jöfnunarmarkinu í Portúgal í gær.
Vígalegur Marquinhos fagnar jöfnunarmarkinu í Portúgal í gær. — AFP
Franska stórliðið París Saint-Germain er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu og mætir þar annaðhvort Atletico Madríd eða RB Leipzig.
Franska stórliðið París Saint-Germain er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu og mætir þar annaðhvort Atletico Madríd eða RB Leipzig. Franska liðið vann Atalanta 2:1 í 8-liða úrslitunum í Lissabon í gærkvöldi en tæpt var það því Mario Pasalic kom Atalanta 1:0 yfir. Marquinhos jafnaði á 90. mínútu og Eric Choupo-Moting skoraði sigurmark Parísar í uppbótartíma. Er liðið í undanúrslitum keppninnar í fyrsta skipti síðan 1995 eða fyrir aldarfjórðungi.