Knattspyrnumaðurinn Michael Kedman hefur fengið leikheimild með Fylki en hann er 23 ára vinstri bakvörður sem spilaði síðast á Spáni. Kedman var á mála hjá Tres Cantos í spænsku D-deildinni árið 2018 en hefur verið án félags síðan.

Knattspyrnumaðurinn Michael Kedman hefur fengið leikheimild með Fylki en hann er 23 ára vinstri bakvörður sem spilaði síðast á Spáni. Kedman var á mála hjá Tres Cantos í spænsku D-deildinni árið 2018 en hefur verið án félags síðan. Hann var á mála hjá unglingaliðum West Ham og Chelsea á Englandi á yngri árum.

Fylkismenn mæta ÍA á Akranesi í næsta leik á Íslandsmótinu á laugardaginn, gangi það eftir að Íslandsmótið geti hafið göngu sína á ný á morgun. Árbæingar eru í 3. sæti úrvalsdeildarinnar eftir níu leiki og hafa komið mörgum á óvart með frammistöðu sinni. Liðið er fjórum stigum frá efsta sæti.