Bogi Nils Bogason
Bogi Nils Bogason
„Þetta eru tveir mikilvægir áfangar í þessu ferli,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, en félagið greindi frá því seint á þriðjudagskvöld að samningar hefðu tekist við alla kröfuhafa.

„Þetta eru tveir mikilvægir áfangar í þessu ferli,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, en félagið greindi frá því seint á þriðjudagskvöld að samningar hefðu tekist við alla kröfuhafa. Einnig var greint frá endanlegu samkomulagi við flugvélaframleiðandann Boeing um bætur vegna kyrrsetningar MAX-flugvéla.

Fjárhagsleg endurskipulagning félagsins er því á lokametrunum en Bogi segir stefnt að því að ljúka öllu í þessum mánuði:

„Tímalínan sem við höfum verið að vinna eftir og gáfum út nýlega er sú að við stefnum að því að klára þetta í ágústmánuði. Eins og við höfum sagt svo oft þá er þetta flókið og viðamikið ferli og margir hagsmunaaðilar,“ segir Bogi.

johann@mbl.is 26