Eyþór Franzson Wechner
Eyþór Franzson Wechner
Eyþór Franzson Wechner leikur á áttundu tónleikum Orgelsumars í Hallgrímskirkju í dag kl. 12.30. Eyþór er organisti í Blönduóskirkju og mun leika verk eftir fjögur tónskáld: Faustas Latenas, Robert Schumann, Alfred Hollins og J.S. Bach.

Eyþór Franzson Wechner leikur á áttundu tónleikum Orgelsumars í Hallgrímskirkju í dag kl. 12.30.

Eyþór er organisti í Blönduóskirkju og mun leika verk eftir fjögur tónskáld: Faustas Latenas, Robert Schumann, Alfred Hollins og J.S. Bach. Eyþór byrjaði að læra á píanó sjö ára gamall en skipti 14 ára yfir í orgel, í fyrstu undir leiðsögn Úlriks Ólasonar en síðar hjá Birni Steinari Sólbergssyni við Tónskóla þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu. „Eftir tvö ár í Listaháskólanum hélt hann til Þýskalands. Við Hochschule für Musik und Theater Leipzig lauk Eyþór Bachelor of Arts-gráðu í orgelleik árið 2012 og Master of Arts-gráðu árið 2014 við sama skóla. Helsti kennari hans í Leipzig var Prof. Stefan Engels. Eyþór er nú starfandi organisti Blönduóskirkju og nærsveita, kennir við Tónlistarskóla A-Húnavatnssýslu og við Tónskóla þjóðkirkjunnar,“ segir þar.