„Ég hef lagt mikið á mig til að styrkja mig. Ég hef bætt á mig rúmum átta kílóum síðan ég fór út fyrir tæpum tveimur árum og ég hef unnið í því. Maður þarf að hafa styrk til að spila atvinnufótbolta og ég vildi vera með það í lagi.
„Ég hef lagt mikið á mig til að styrkja mig. Ég hef bætt á mig rúmum átta kílóum síðan ég fór út fyrir tæpum tveimur árum og ég hef unnið í því. Maður þarf að hafa styrk til að spila atvinnufótbolta og ég vildi vera með það í lagi. Það hefur gengið vel að byggja upp líkamann minn, sem er enn þá að þróast,“ segir hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson m.a. í samtali við Morgunblaðið. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann unnið sér sæti í liði Norrköping í efstu deild Svíþjóðar og er einn efnilegasti knattspyrnumaður þjóðarinnar. 46