Skýrsla Samherji fer þess á leit við RÚV að skýrslan verði afhent.
Skýrsla Samherji fer þess á leit við RÚV að skýrslan verði afhent. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Verðlagsstofa skiptaverðs hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana útgerðarfélagsins Samherja á hendur fréttamanninum Helga Seljan um að hann hafi, árið 2012, falsað gögn sem hann notaði í umfjöllun Kastljóss um meint brot Samherja á...

Verðlagsstofa skiptaverðs hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana útgerðarfélagsins Samherja á hendur fréttamanninum Helga Seljan um að hann hafi, árið 2012, falsað gögn sem hann notaði í umfjöllun Kastljóss um meint brot Samherja á gjaldeyrislögum. Gögnin komu frá Verðlagsstofu eins og stofnunin staðfestir nú, en ekki var unnin sérstök skýrsla heldur var um Excel-skjal að ræða.

Samherji fer þess á leit við RÚV að á grundvelli upplýsingalaga verði lögmanni Samherja afhent skýrsla sem Helgi Seljan, fréttamaður RÚV, notaði sem aðalgagn í umfjöllun sinni um meint brot Samherja á gjaldeyrislögum árið 2012.

Þetta segir í bréfi sem Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Samherja, sendi Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra. Samherji krefst þess að skýrslan verði afhent innan fimm daga, ellegar verði málinu skotið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Helgi sagði í samtali við blaðamann í gær að hann skildi ekki ákall Samherja um birtingu gagna þar sem fram kæmi að Samherji hefði selt karfa á undirverði til dótturfélags síns erlendis. Gögnin hefðu verið birt áður. Samherji ásakar Helga um að hafa falsað umrædd gögn í þætti sem birtist á YouTube-rás fyrirtækisins á þriðjudag og segir jafnframt í tilkynningu að fyrirtækið skori á RÚV að birta umrædd gögn.

Helgi sagði að „væntanlega hefði Verðlagsstofa gert athugasemd við það á sínum tíma ef upp hefði komið grunur að fréttamaður RÚV væri að reyna að falsa gögn sem koma ættu frá stofnuninni“. oddurth@mbl.is