Svartur á leik.
Svartur á leik.
Á meðan Covid-19-faraldurinn heldur áfram að hrella heimsbyggðina stendur áhugamönnum um skák til boða að tefla á netinu. Þar er vinsælast að tefla þriggja mínútna skákir án viðbótartíma og sumir eru jafnvel miklir meistarar í einnar mínútu netskák.
Á meðan Covid-19-faraldurinn heldur áfram að hrella heimsbyggðina stendur áhugamönnum um skák til boða að tefla á netinu. Þar er vinsælast að tefla þriggja mínútna skákir án viðbótartíma og sumir eru jafnvel miklir meistarar í einnar mínútu netskák. Vinsælustu skákþjónarnir eru chess.com, chess24.com og lichess.org. Fleiri skákþjónar eru að sjálfsögðu til, svo sem á heimasíðu chessbase. Þessi staða kom upp í þriggja mínútna skák sem fram fór um miðjan júlí síðastliðinn. Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson hafði svart gegn svissneskum kollega sínum, Robert Fontaine . 23. ... Rg4! hvítur er nú varnarlaus vegna þess að svartur hótar í senn drottningunni og máti uppi í borði. Framhaldið varð eftirfarandi: 24. Dxf8 Be3+ 25. Kh1 Hd1+ og hvítur gafst upp enda óverjandi mát. Ísland teflir á ÓL í netskák, sjá skak.is.