Sjómenn Birgir Sævar Víðisson og Guðmundur afi hans hér við bátinn vel hlaðinn fyrr í vikunni. Blóðrauður karfi var uppistaðan í aflanum.
Sjómenn Birgir Sævar Víðisson og Guðmundur afi hans hér við bátinn vel hlaðinn fyrr í vikunni. Blóðrauður karfi var uppistaðan í aflanum. — Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Birgir Sævar Víðisson á Húsavík hefur að undanförnu verið til sjós með afa sínum Guðmundi A. Jónssyni sem gerir út strandveiðibátinn Jón Jak ÞH 8. „Við höfum fiskað ágætlega.

Birgir Sævar Víðisson á Húsavík hefur að undanförnu verið til sjós með afa sínum Guðmundi A. Jónssyni sem gerir út strandveiðibátinn Jón Jak ÞH 8. „Við höfum fiskað ágætlega. Oft komið að landi með um hálft tonn eftir daginn og tvisvar sinnum með fullan skammt sem eru 774 kíló,“ segir Birgir sem í gær fór í 15. róðurinn með afa sínum. Þeir hafa gjarnan verið á skaki við Flatey á Skjálfanda, þangað sem er um klukkustundarstím frá og til Húsavíkur.

„Sumarið hjá mér hefur verið óvenjulegt. Ég hef alltaf verið mikið í fótboltanum með og æfi og keppi með 3. og 4. flokki Völsungs. Var svo óheppinn að ristarbrotna í fyrsta leik sumarsins og eftir það þurfti ég að vera fimm vikur með fótinn í gifsi. Þegar gifsið var tekið fór ég á sjóinn með afa og er byrjaður aftur í boltanum. Þetta lofar góðu,“ segir Birgir Sævar sem er fjórtán ára, fæddur árið 2006. Fer því í 9. bekk í vetur og vetrarstarfið í Borgarholtsskóla á Húsavík byrjar eftir nokkra daga. Að baki er sumar með minningum um fiskveiðar, fótbolta og fót í gifsi.