50 ára Margrét ólst upp í Kópavogi og Gentofte í Danmörku en býr í Þingholtunum í Reykjavík. Hún er búningahönnuður og er margverðlaunuð fyrir búninga sína.
50 ára Margrét ólst upp í Kópavogi og Gentofte í Danmörku en býr í Þingholtunum í Reykjavík. Hún er búningahönnuður og er margverðlaunuð fyrir búninga sína. Margrét vann síðast Guldbaggen, sem eru sænsku kvikmyndaverðlaunin, árið 2019 fyrir bestu búningana, í myndinni Eld och lågor.

Maki : Magnús Guðmundsson, f. 1968, blaðamaður og rithöfundur.

Börn: Sturla, f. 1996, Egill, f. 1998, og Vala, f. 2000. Barnabörnin eru Ylja Sál og Villimey Vaka.

Foreldrar : Einar Oddsson, f. 1943, d. 2019, læknir, og Eva Østerby Christensen, f. 1948, hjúkrunarfræðingur, búsett í Garðabæ.