Tríó Ómars Einarssonar heldur tónleika í röðinni Sumarjazz í Salnum í dag kl. 17. Tríóið flytur djassstandarda í bland við frumsamið efni með suðrænum blæ.

Tríó Ómars Einarssonar heldur tónleika í röðinni Sumarjazz í Salnum í dag kl. 17. Tríóið flytur djassstandarda í bland við frumsamið efni með suðrænum blæ.

Tríóið er skipað þeim Ómari Einarssyni gítarleikara, Jóni Rafnssyni bassaleikara og Erik Qvick á slagverk.

Takmarkaður sætafjöldi er í boði og aðgangur ókeypis en tónleikagestir þurfa að sækja sér boðsmiða á heimasíðu Salarins, www.salurinn.is, til að tryggja sér sæti. Passað verður upp á tveggja metra regluna og farið eftir sóttvarnareglum Húsið verður opnað kl. 16.