Efstu lið Breiðablik er á toppnum hjá konunum en Valur í 2. sæti.
Efstu lið Breiðablik er á toppnum hjá konunum en Valur í 2. sæti. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Samkvæmt nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar verða nálægðartakmörk í íþróttum rýmkuð frá og með 14. ágúst. Því er ljóst að Íslandsmót meistaraflokka sem og keppni í 2. og 3.

Samkvæmt nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar verða nálægðartakmörk í íþróttum rýmkuð frá og með 14. ágúst. Því er ljóst að Íslandsmót meistaraflokka sem og keppni í 2. og 3. flokki karla og kvenna í knattspyrnu geti hafist á ný á morgun, föstudag.

Eins og fram kom í blaðinu í gær voru allar líkur á að þetta yrði niðurstaðan en hafði ekki formlega verið staðfest.

Knattspyrnusamband Íslands hefur nú staðfest að keppni getur hafist á ný um helgina en sambandið bíður enn eftir upplýsingum frá yfirvöldum um hvort áhorfendur verði leyfðir á leikjum eða ekki.

Í efstu deild karla og kvenna heldur KSÍ sig við þá dagskrá sem var fyrir hendi. Tveir karlaleikir sem vera áttu í kvöld eru reyndar færðir aftur til morgundagsins. Leikir sem frestað hefur verið að undanförnu fara fram síðar.