Eitt af mikilvægustu verkefnunum á hverju sumri hjá Listasafni Reykjavíkur er að yfirfara útilistaverkin í borginni og lagfæra. Verkin eru þrifin og bónuð, gert er við skemmdir og þau máluð, svo dæmi séu tekin.
Eitt af mikilvægustu verkefnunum á hverju sumri hjá Listasafni Reykjavíkur er að yfirfara útilistaverkin í borginni og lagfæra. Verkin eru þrifin og bónuð, gert er við skemmdir og þau máluð, svo dæmi séu tekin. Hefur þetta gengið afar vel í sumar þar sem til starfsins komu framúrskarandi námsmenn fyrir tilstuðlan vinnumarkaðsátaks Reykjavíkurborgar og Vinnumálastofnunar fyrir námsmenn, skv. tilkynningu frá safninu. Þessi hópur hefur nú farið yfir um 50 verk í höfuðborginni en alls eru útilistaverkin um 200 talsins. Á myndinni má sjá hópinn við verkið „Hyrningar VI“ eftir Hallstein Sigurðsson, frá árinu 1975, á horni Langholtsvegar og Álfheima.