Saurbæjarkirkja á Rauðasandi.
Saurbæjarkirkja á Rauðasandi. — Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Orð dagsins: Hinn rangláti ráðsmaður.
ÁRBÆJARKIRKJA | Sumarhelgistund kl. 11. Sr. Þór Hauksson flytur hugvekju og þjónar fyrir altari. Félagar í kór Árbæjarkirkju leiða sönginn og Reynir Jónasson er organisti. Kaffisopi og spjall eftir stundina.

ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta og ferming kl. 11. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur, djákna Ássafnaðar. Kór Áskirkju syngur. Orgelleikari er Bjartur Logi Guðnason. Vinsamlegast hafið í heiðri 2ja metra fjarlægðarmörk og hafið tiltæka grímu fyrir vitum.

BORGARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 20. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur. Prestur er Þorbjörn Hlynur Árnason.

BREIÐHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari og prédikar. Gunnar Böðvarsson og Sigrún Sigfúsdóttir leiða lofgjörðina. Guðsþjónusta Alþjóðlega safnaðarins kl. 14. Sr. Thoskiki Toma, prestur innflytjenda, þjónar fyrir altari og prédikar. The International Congregation in Breiðholtskirkja. Prayer and worship service at 2 pm. Pastor rev. Thosiki Toma.

BÚSTAÐAKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20. Þetta er messa með breyttu formi í tali og tónum. Tónlistarflutning annast Ísabella Leifsdóttir sópran, Hjöleifur Valsson fiðluleikari og kantor Jónas Þórir. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir og messuþjónar leiða stundina.

DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Messa virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. er messa kl. 8. Lau. kl. 18 er vigilmessa.

DÓMKIRKJAN | Guðþjónusta kl. 11. Prestur er Sveinn Valgeirsson, Douglas er organisti og Dómkórinn syngur.

FELLA- og Hólakirkja | Kvöldguðsþjónusta kl. 20 16. ágúst. Sr. Jón Ómar þjónar og prédikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar organista. Jón G. Davíðsson syngur einsöng. Meðhjálpari Kristín Ingólfsdóttir. Kaffisopi eftir stundina.

FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fermingarmessa sunnudag kl. 14. Sr. Sigurvin Lárus Jónsson og sr. Hjörtur Magni Jóhannsson safnaðarprestur þjóna fyrir altari. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni.

GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Organisti er Kristján Hrannar Pálsson og félagar úr kór Grensáskirkju leiða safnaðarsöng. Kristján Hrannar flytur brot úr orgelverki sínu +2,0°C. Prestur er Eva Björk Valdimarsdóttir.

GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Leifur Ragnar Jónsson. Organisti er Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Kirkjuvörður er Lovísa Guðmundsdóttir. Hvetjum fermingarbörnin að mæta í messuna sem vantar stimpil.

HALLGRÍMSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Matthías Harðarson. Bænastundir kl. 12 miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Orgeltónleikar fimmtud. kl. 12.30. Lára Bryndís Eggertsdóttir leikur.

HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Félagar í Kordíu kór Háteigskirkju leiða kirkjusönginn. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Prestur er Eiríkur Jóhannsson.

KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudagskvöldið 16. ágúst kl. 20 verður kvöldmessa í Keflavíkurkirkju. Páll Jóhannesson syngur einsöng við undirleik Arnórs Vilbergssonar organista. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar.

LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Guðbjörg Jóhannesdóttir þjónar, félagar úr Fílharmóníunni syngja undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista.

LAUGARNESKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar og flytur hugvekju. Kristján Hrannar Pálsson leiðir tónlist.

Mánudagur 17.8. Íhugunarguðsþjónusta kl. 20. Húsið opnað kl. 19.30. Sr. Hjalti Jón Sverrisson leiðir stundina.

LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kirkjukór Lágafellssóknar leiða safnaðarsöng undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar, organista. Kirkjuvörður er Bryndís Böðvarsdóttir.

LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20. Óskar Einarsson leiðir lofgjörðina. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar.

NESKIRKJA | Kaffihúsaguðsþjónusta í safnaðarheimilinu kl. 11 innan um verk Messíönnu Tómasdóttur en sýningu hennar lýkur þennan dag. Prestur er Skúli S. Ólafsson. Félagar úr kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Litir og blöð fyrir yngstu kynslóðina.

SALT kristið samfélag | Samkomur kl. 11 í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60. Barnastarf. Túlkað á ensku. ATH: breyttan samkomutíma!

SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11, sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar og þjónar fyrir altari, Tómas Guðni Eggertsson leikur á orgel og Kór Seljakirkju syngur, messukaffi í lokin. Ath. kirkjan er rúmgóð og auðvelt að fylgja tveggja metra reglunni.

SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Kaffiveitingar og samfélag í safnaðarheimilinu.

SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa sunnudag kl. 11. Sr. Egill Hallgrímsson annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason.

(Lúk. 16)

(Lúk. 16)