Æfing Fanný með móður sinni Antoníu Hevesi við flygilinn í Hafnarborg.
Æfing Fanný með móður sinni Antoníu Hevesi við flygilinn í Hafnarborg. — Morgunblaðið/Eggert
Fanný Lísa Hevesi heldur fjáröflunartónleika í Hafnarborg á morgun, sunnudaginn 16. ágúst, kl. 20.

Fanný Lísa Hevesi heldur fjáröflunartónleika í Hafnarborg á morgun, sunnudaginn 16. ágúst, kl. 20.

Á þeim mun hún flytja söngleikjalög, þekkt sem óþekkt, með píanóleikaranum Antoníu Hevesi og er tilgangurinn að afla fjár fyrir söngleikjanám sem hún heldur til í London í haust.

Á tónleikunum munu einnig koma fram Erla Mist Magnúsdóttir, Helga Guðný Hallsdóttir, Hrafnhildur Eva Guðmundsdóttir og Jasper Matthew Bunch og syngja nokkur lög með Fanný. Vegna Covid-19 sóttvarna verður eingöngu hægt að kaupa miða af Fanný á Facebook eða í síma 864 2151.

Fanný hóf nám í Söngskóla Sigurðar Demetz 16 ára og tók þátt í söngleikjauppfærslum skólans og lauk einnig framhaldsprófi þar undir leiðsögn Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, Diddú, í vor.