Meg Ryan á að baki fjölmargar rómantískar gamanmyndir á ferlinum.
Meg Ryan á að baki fjölmargar rómantískar gamanmyndir á ferlinum.
Listi Breska blaðið The Independent henti í vikunni í lista yfir 34 bestu rómantísku gamanmyndir kvikmyndasögunnar, eins og menn gera í ágústværðinni.
Listi Breska blaðið The Independent henti í vikunni í lista yfir 34 bestu rómantísku gamanmyndir kvikmyndasögunnar, eins og menn gera í ágústværðinni. Ljóst er að bandaríska leikkonan Meg Ryan er í miklu uppáhaldi hjá blaðinu en hún er í aðalhlutverki í myndunum sem verma toppsætin tvö; You've Got Mail er í öðru sæti og When Harry Met Sally í fyrsta. „Satt best að segja gat það ekki verið nein önnur,“ segir í rökstuðningi blaðsins fyrir valinu enda mun myndin hafa markað upphafið að rómgam-æðinu á tíunda áratugnum (e. romcom). Í næstu sætum eru Annie Hall (1977), The Philadelphia Story (1940) og Say Anything...(1989).