Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var 7,9% atvinnuleysi í júlí. Eins og sjá má á grafinu er það mesta atvinnuleysi á árinu. Við það bætist að atvinnuleysi tengt skertu starfshlutfalli var 0,9% í júlí.

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var 7,9% atvinnuleysi í júlí.

Eins og sjá má á grafinu er það mesta atvinnuleysi á árinu. Við það bætist að atvinnuleysi tengt skertu starfshlutfalli var 0,9% í júlí.

Eftir að samkomubann var sett á vegna kórónuveirunnar í mars var boðið upp á hlutabætur til að vega upp skert starfshlutfall. Fólki sem fær þetta úrræði hefur fækkað mikið undanfarnar vikur, eins og lesa má út úr grafinu. Sú þróun er í takt við aukin umsvif í sumum geirum.

Áhrif hópuppsagna birtast

Á hinn bóginn gerir Vinnumálastofnun ráð fyrir að atvinnuleysi aukist nokkuð í ágúst, þegar áhrifa hópuppsagna sl. vor fer að gæta í meira mæli. Spáð er samdrætti í ferðaþjónustu. baldura@mbl.is