— Morgunblaðið/Eggert
Hafa vinsældirnar komið þér á óvart? Já, þær hafa gert það. Ég bjóst ekki við svona miklum vinsældum. Frank sem vinnur þetta með mér hafði mikla trú á þessu en ég passaði mig að búast ekki við of miklu.
Hafa vinsældirnar komið þér á óvart?

Já, þær hafa gert það. Ég bjóst ekki við svona miklum vinsældum. Frank sem vinnur þetta með mér hafði mikla trú á þessu en ég passaði mig að búast ekki við of miklu. En svo fór þetta bara miklu lengra en við bjuggumst við.

Hvernig kom samstarfið við Bubba til?

Frank átti þessa hugmynd. Hann var búinn að skrifa niður hjá sér fyrir löngu að sampla Bubba. Svo vorum við á leiðinni upp í stúdíó og vorum að hlusta á Bubba. Þá ákváðum við að kýla á þetta og þetta kom svona út. Við vorum eiginlega vissir um að fá nei frá Bubba þegar við myndum spyrja hann hvort við mættum gefa þetta út. Svo vorum við uppi í Öldu [Music] og vorum að sýna þeim lög á plötu sem við erum að vinna í. Þetta lag er þar og Sölvi [Blöndal] hjá Öldu hoppaði bara á þetta og hringdi í Bubba samdægurs og hann var mjög til í þetta.

Hvernig er samstarf ykkar Franks?

Á Flýg þá gerir hann taktinn en ég geri líka takta. Á nýju plötunni gerir hann flesta taktana og ég syng og rappa. En svo er þetta bara svolítil samvinna. Ég kem með punkta fyrir taktana og hann með punkta fyrir textana.

Hvenær kemur nýja platan út?

Planið var að gefa hana út áður en busaböllin í menntaskóla fara af stað. En það er líklega ekki að fara að gerast strax. Við erum að klára plötuna en hún kemur ekki út alveg strax. Það er ekkert of langt í það samt.

Hefurðu eitthvað náð að spila lagið í sumar?

Ég er búinn að vera að spila mikið en aðallega í útskriftarveislum og partíum. Það hafa engin festivöl verið í gangi en fólk hefur haldið partí. Það er smá pirrandi að einmitt þegar við gefum út stórt lag þá er einhvern veginn ekkert í gangi. En þetta fer í gang á endanum.

Hinn 18 ára Haki gaf í júní út lagið Flýg í samvinnu við Bubba Morthens og Viktor Frank Þórarinsson. Lagið notar laglínur úr lagi Bubba, Velkomin, og var lengi efst á vinsældalista Spotify hér á landi.