Freyr Bjarnason freyr@mbl.is Aðalmeðferð í máli manns sem er ákærður fyrir að hafa nauðgað tveimur konum með alzheimer hefst um miðjan septembermánuð í Héraðsdómi Reykjaness. Þinghaldið verður lokað.

Freyr Bjarnason

freyr@mbl.is

Aðalmeðferð í máli manns sem er ákærður fyrir að hafa nauðgað tveimur konum með alzheimer hefst um miðjan septembermánuð í Héraðsdómi Reykjaness. Þinghaldið verður lokað.

Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari.

Karlmaðurinn er um sjötugt en konurnar um áttrætt og með alzheimer á háu stigi. Meint brot voru framin á dvalarheimili á höfuðborgarsvæðinu. Konurnar krefjast þess að maðurinn verði dæmdur til að greiða þeim hvorri um sig tvær milljónir króna í miskabætur.

Lögreglunni barst tilkynning frá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í október árið 2018 um hugsanlegt brot gegn konu á dvalarheimili. Í því tilfelli er maðurinn ákærður fyrir að hafa nauðgað henni þrívegis haustið 2018. Við rannsókn málsins kom upp annað meint brot karlmannsins gegn annarri konu á sama heimili frá árinu áður.

Rannsókninni lauk í ágúst í fyrra þegar málið var sent til héraðssaksóknara. Ákæra var gefin út í apríl síðastliðnum og var málið þingfest í héraðsdómi í maí.