— Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Sökum faraldurs kórónuveiru var Íslandsmóti í eldsmíði slegið á frest. Þess í stað hittust keppendur á Byggðasafni Akraness í gær og báru saman bækur sínar.
Sökum faraldurs kórónuveiru var Íslandsmóti í eldsmíði slegið á frest. Þess í stað hittust keppendur á Byggðasafni Akraness í gær og báru saman bækur sínar. Að sögn Guðmundar Sigurðssonar, formanns Félags íslenskra eldsmiða, hefur Íslandsmótið í eldsmíði venjulega farið fram á sjómannadaginn. „Svo kom þetta ástand og það frestaðist. Við keppum því ekki í ár en ákváðum samt sem áður að hittast.“