Gamli góði Sniderinn er Deesætur að vanda.
Gamli góði Sniderinn er Deesætur að vanda. — Instagram
Hugtök Dee Snider, söngvari glyströllanna Twisted Sister, segir lífið of stutt til að elta ólar við hugtök og merkimiða sem hengd eru á rokktónlist.
Hugtök Dee Snider, söngvari glyströllanna Twisted Sister, segir lífið of stutt til að elta ólar við hugtök og merkimiða sem hengd eru á rokktónlist. „Hugtakið „þungamálmur“ – ég var þarna, lagsi – var niðrandi og viðhaft um ákveðna gerð þungs rokks af blaðamönnum og gagnrýnendum sem voru uppfullir af yfirlæti og hroka. Böndin sjálf hötuðu þetta. Sama máli gegnir um pönk og gröns, að ekki sé talað um strákaböndin. Heldurðu að þau vilji vera kölluð það? Menn sem nú eru komnir á sextugsaldur,“ sagði hann í samtali við miðilinn SiriusXM. Sjálfur kveðst Snider vera hinn „upprunalegi hárbóndi“ og er slétt sama. „Svo lengi sem einhver man eftir mér.“