DJ Dóra Júlía sagði frá götulistamanninum David Zinn í Ljósa punktinum á K100 en Zinn er búsettur í Ann Arbor í Michigan í Bandaríkjunum og sérhæfir sig í krítarlist.

DJ Dóra Júlía sagði frá götulistamanninum David Zinn í Ljósa punktinum á K100 en Zinn er búsettur í Ann Arbor í Michigan í Bandaríkjunum og sérhæfir sig í krítarlist. Hann skapar létt og skemmtileg krítarlistaverk um götur Ann Arbor þar sem einstakar fígúrur eru í forgrunni, með von um að létta lund gangandi vegfarenda. Zinn, sem teiknar aðallega á gangstéttir, hefur vakið bæði athygli og lukku og er nú með tæplega 400 þúsund fylgjendur á Instagram. Listaverkin búa yfir mikilli fjölbreytni þar sem litagleðin ræður ríkjum.

Lestu ljósa punktinn með Dóru Júlíu á K100.is.