HR Leikur er að læra, þótt aðstæður í skólastarfi nú séu um margt óvenjulegar.
HR Leikur er að læra, þótt aðstæður í skólastarfi nú séu um margt óvenjulegar. — Morgunblaðið/Eggert
Í haust hefja um 1.700 nýnemar nám við Háskólann í Reykjavík, í grunnnámi, meistaranámi og doktorsnámi. Nemendum í HR fjölgar og jafnt og þétt og hafa aldrei verið fleiri en nú.

Í haust hefja um 1.700 nýnemar nám við Háskólann í Reykjavík, í grunnnámi, meistaranámi og doktorsnámi. Nemendum í HR fjölgar og jafnt og þétt og hafa aldrei verið fleiri en nú.

Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, segir það ávallt tilhlökkunarefni fyrir kennara og allt starfsfólk háskólans að hefja nýtt skólaár. „Í haust verða hefðbundnar stundaskrár kjarni skipulags kennslunnar, en fyrirlestrar verða sendir út í streymi eða teknir upp og gerðir aðgengilegir á netinu, til að tryggja aðgengi allra að kennslu, óháð takmörkunum. Lögð verður sérstök áhersla á að nemendur geti mætt í háskólann í tíma sem byggja á viðveru og samstarfi,“ segir Ari um skipulag skólastarfsins. Fagnaðarefni sé að hefja megi skólaárið með eins metra fjarlægðartakmörkunum í stað tveggja. Með því megi sinna fleiri nemendum á staðnum á sama tíma og allt háskólastarfið verður eðlilegra.