50 ára Páll ólst upp á Efra-Hvoli í Rangárþingi eystra en býr í Garðabæ. Hann er viðskiptafræðingur frá Tækniskólanum og með MBA-próf frá University of Stirling í Skotlandi.
50 ára Páll ólst upp á Efra-Hvoli í Rangárþingi eystra en býr í Garðabæ. Hann er viðskiptafræðingur frá Tækniskólanum og með MBA-próf frá University of Stirling í Skotlandi. Páll hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 2019 en var þar á undan bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Páll stundar skotveiði og stangveiði, er liðtækur hljóðfæraleikari og er einlægur Liverpool-aðdáandi.

Maki : Hildur Ýr Gísladóttir, f. 1972, náms- og starfsráðgjafi í Álftamýrar- og Hvassaleitisskóla.

Börn : Bergsteinn, f. 1995, Katrín Björg, f. 1999, og Ragnar Páll, f. 2007.

Foreldrar : Guðmundur Magnússon, f. 1948, og Helga Björg Pálsdóttir, f. 1949, bændur á Efra-Hvoli.