Zoë Kravitz hefur verið hressari.
Zoë Kravitz hefur verið hressari. — AFP
Kaldhæðni Bandaríska leikkonan Zoë Kravitz hefur gagnrýnt efnisveituna Hulu fyrir skort á fjölbreytni eftir að High Fidelity, þátturinn sem hún fer með aðalhlutverkið í, var tekinn af dagskrá eftir aðeins eina seríu.
Kaldhæðni Bandaríska leikkonan Zoë Kravitz hefur gagnrýnt efnisveituna Hulu fyrir skort á fjölbreytni eftir að High Fidelity, þátturinn sem hún fer með aðalhlutverkið í, var tekinn af dagskrá eftir aðeins eina seríu. Eftir að hafa þakkað samstarfsfólki sínu við gerð þáttanna kærlega fyrir vel unnin störf á samfélagsmiðlum bárust henni samúðarkveðjur frá konum á borð við Reese Witherspoon og Halle Berry. „Allt í góðu,“ svaraði Kravitz kaldhæðnislega um hæl. „Hulu er með haug af öðrum þáttum með litaðar konur í aðalhlutverki. Bíðið bara.“ High Fidelity byggist á samnefndri skáldsögu eftir breska rithöfundinn Nick Hornby og kvikmynd sem gerð var eftir henni árið 2000. Í þáttunum er aðalpersónan á hinn bóginn kona.