Abstrakt Eitt af málverkum Drífu Viðar.
Abstrakt Eitt af málverkum Drífu Viðar.
Sýning á verkum Drífu Viðar verður opnuð við guðsþjónustu á morgun, 16. ágúst, kl. 11 í safnaðarsal Neskirkju og stendur hún yfir til 22. nóvember.
Sýning á verkum Drífu Viðar verður opnuð við guðsþjónustu á morgun, 16. ágúst, kl. 11 í safnaðarsal Neskirkju og stendur hún yfir til 22. nóvember. „Fyrr á þessu ári var boðið til dagskrár í tveimur hlutum um listferil og líf Drífu Viðar í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá fæðingu hennar. Sýningin nú er seinni hluti dagskrárinnar um Drífu sem kom víða við í íslensku menningarlífi áður en hún lést langt fyrir aldur fram 1971,“ segir í tilkynningu. Á sýningunni sé dregin upp mynd af þróun listar Drífu allt frá því hún steig sín fyrstu skref til síðustu verka hennar þar sem persónuleg tjáning og túlkun hafi náð fullum þroska. Megináhersla er þó lögð á abstraktverkin og mannamyndir hennar, að því er fram kemur í tilkynningunni.