Annríki Mikið var að gera í ferjuhöfninni í Dover í gær er keppst var við að koma tugþúsundum til Bretlands áður en reglur um sóttkví tóku gildi.
Annríki Mikið var að gera í ferjuhöfninni í Dover í gær er keppst var við að koma tugþúsundum til Bretlands áður en reglur um sóttkví tóku gildi. — AFP
Þeir sem brjóta gegn reglum um andlitsgrímur í Bretlandi og neita þráfaldlega að fara eftir þeim eiga yfir höfði sér allt að 3.200 punda sekt, jafnvirði 576.000 króna.

Þeir sem brjóta gegn reglum um andlitsgrímur í Bretlandi og neita þráfaldlega að fara eftir þeim eiga yfir höfði sér allt að 3.200 punda sekt, jafnvirði 576.000 króna.

Boris Johnson forsætisráðherra skýrði frá þessu er hann aflétti í gær ýmsum þvingunum í glímunni við kórónuveiruna.

Þeir sem neita að setja upp grímu eru sektaðir um 100 pund, 18.000 krónur. Borgist sektin innan 14 daga lækkar hún í 50 pund. Sektin tvöfaldast við hvert brot, upp í 3.200 pund að hámarki.

Skylda er að bera grímu í t.d. almannasamgöngum, verslunum, hárgreiðslu- og snyrtistofum, söfnum og kvikmyndahúsum.

Sú ákvörðun Breta að skima fyrir kórónuveirunni og setja alla sem koma frá Frakklandi í sjálfskipaða tveggja vikna sóttkví hefur sett sumarleyfi margra þúsunda í uppnám. Olli þetta ringulreið í breskum höfnum í gær er fólk freistaði þess að komast til baka fyrir klukkan 16 í dag er nýju sóttvarnareglurnar öðlast gildi. Frakkar hafa hótað Bretum að svara í sömu mynt.