— Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Svar: Listaverk þetta er að Arnarstapa á sunnanverðu Snæfellsnesi. Er eftir Ragnar heitinn Kjartansson myndlistarmann og var afhjúpað 17. júní 1985. Reist til minningar um Jón Sigurðsson og Guðrúnu Sigtryggsdóttur, sem bjuggu lengst af á Bjargi á Arnarstapa.
Líkneski þetta er af Bárði Snæfellsás, sem nefndur er í fornaldarsögu en slíkar voru ýkjukenndar og fullar af kynjaverum. Ólíkt þeirri trú í öðrum Íslendingasögum að menn deyi á fjöllum þá hverfur Bárður í jökulinn í lifanda lífi, þar sem hann verður hollvættur manna sem búsettir eru kringum jökulinn. Hvar er listaverk þetta að finna?