Heimavellir töpuðu 475,8 milljónum króna á fyrri árshelmingi. Félagið hagnaðist um 2,8 milljónir yfir sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins sem enn er unnið að frágangi á. Kannaður árshlutareikningur verður birtur 20.

Heimavellir töpuðu 475,8 milljónum króna á fyrri árshelmingi. Félagið hagnaðist um 2,8 milljónir yfir sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins sem enn er unnið að frágangi á. Kannaður árshlutareikningur verður birtur 20. ágúst næstkomandi.

Samkvæmt tilkynningu frá félaginu voru rekstrartekjur 1.564 milljónir á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við 1.749 milljónir á fyrra ári. Matsbreyting er nú neikvæð um 515 milljónir og er að mestu til komin vegna aukinnar vannýtingar húsnæðis og hærri ávöxtunarkröfu eigin fjár við mat á virði eigna.

Bókfært virði fjárfestingareigna Heimavalla var 48,2 milljarðar í lok júní. Eiginfjárhlutfallið stóð á sama tíma í 37,5%.