Hægt er að fá vörur Vaxa í áskrift.
Hægt er að fá vörur Vaxa í áskrift.
Matvælaiðnaður Fjárfestingarfélagið Novator, sem er í eigu athafnamannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur keypt hlut í matvælafyrirtækinu Vaxa.

Matvælaiðnaður Fjárfestingarfélagið Novator, sem er í eigu athafnamannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur keypt hlut í matvælafyrirtækinu Vaxa.

Andri Björn Gunnarsson framkvæmdastjóri Vaxa segir í samtali við ViðskiptaMoggann að aðkoma Novators sé staðfesting á því góða starfi sem unnið hefur verið í Vaxa á síðustu misserum. „Novator kemur inn sem minnihlutaeigandi til að styrkja félagið í áframhaldandi þróun á salati sem gæðavöru.“

Lóðréttur landbúnaður

Vaxa stundar svokallaðan lóðréttan landbúnað, og ræktar salat á mörgum hæðum á umhverfisvænan hátt, eins og Andri útskýrir. „Lóðréttur landbúnaður er óháður árstíðum og veðurfari og fer fram allt árið. Tæknin mun stuðla að bættri þekkingu í landbúnaði hér á landi, og meiri gæðum.“