Matvælaiðnaður Fjárfestingarfélagið Novator, sem er í eigu athafnamannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur keypt hlut í matvælafyrirtækinu Vaxa.
Matvælaiðnaður Fjárfestingarfélagið Novator, sem er í eigu athafnamannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur keypt hlut í matvælafyrirtækinu Vaxa.
Andri Björn Gunnarsson framkvæmdastjóri Vaxa segir í samtali við ViðskiptaMoggann að aðkoma Novators sé staðfesting á því góða starfi sem unnið hefur verið í Vaxa á síðustu misserum. „Novator kemur inn sem minnihlutaeigandi til að styrkja félagið í áframhaldandi þróun á salati sem gæðavöru.“