Ritræpa rann á Rob Halford.
Ritræpa rann á Rob Halford. — AFP
Bækur Fyrsta opinbera bókin um breska málmbandið Judas Priest er væntanleg með haustinu og byrjað var að taka við pöntunum á föstudaginn var.
Bækur Fyrsta opinbera bókin um breska málmbandið Judas Priest er væntanleg með haustinu og byrjað var að taka við pöntunum á föstudaginn var. Bókin heitir einfaldlega „Judas Priest - 50 Heavy Metal Years“ og leggja allir núverandi bandingjar sitt lóð á vogarskálarnar. Bókin er mikil vöxtum, alls 648 síður í stóru broti (óskiljanlegt að menn hafi ekki bætt við átján síðum) og er eftir David Silver, Ross Halfin og Jayne Andrews. Ekki fylgir sögunni hvað KK Downing, fyrrverandi gítarleikara Judas Priest, finnst um gjörninginn en hann hefur um skeið staðið í deilum við sína gömlu félaga. Rob Halford söngvari gerir það hins vegar ekki endasleppt en sjálfsævisaga hans, „I Confess“, kemur út 29. september næstkomandi.