Baldur Arnarson Þóroddur Bjarnason Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir brýnt að taka á skuldavanda ferðaþjónustunnar ef ekki eigi illa að fara.

Baldur Arnarson

Þóroddur Bjarnason

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir brýnt að taka á skuldavanda ferðaþjónustunnar ef ekki eigi illa að fara.

Samkvæmt greiningu SAF og Hagstofunnar skulduðu fyrirtæki í ferðaþjónustu, án flugs, um 255 milljarða 2018. Nýrri tölur eru ekki til en SAF telur þær lítið breyttar.

Jóhannes Þór vekur athygli á því að ferðaþjónustan hafi greitt 25 milljarða í leigu af fasteignum og tækjum árið 2018. Það sýni hvað virðiskeðjan sé stór og hversu víða hagsmunirnir liggja í þjóðfélaginu.

Ríkið ekki stikkfrí í kreppunni

Spurður hvernig ríkið ætti að fást við skuldir einkaaðila bendir Jóhannes Þór á aðgerðir eftir bankaáfallið sem sneru m.a. að vaxtaálagi.

„Aðkoma ríkisins getur að hluta til falist í því að 2/3 hlutar bankakerfisins eru á forræði ríkisins. Ríkið er því ekki stikkfrí í þessu frekar en öðrum málum sem þessu tengjast.“

Fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair fer fram í næstu viku.

Sjóðirnir þykja líklegri

Morgunblaðið hafði samband við ýmsa aðila á markaði – greinendur, sjóðstjóra og fjárfesta – og töldu flestir að útboðið myndi klárast með þátttöku lífeyrissjóða. Einkafjárfestar hefðu ekki fjárfestingargetu í líkingu við þá sem sjóðirnir hafa. Vegna óvissu verði ákvörðun um fjárfestingu tekin á síðustu stundu.
Rúmlega 250 milljarðar
» Síðasti Fjármálastöðugleiki Seðlabankans kom út 1. júlí.
» Þar kom fram að heildarútlán kerfislega mikilvægra banka til ferðaþjónustu námu rúmum 250 milljörðum króna.
» Það er ekki fjarri niðurstöðu SAF fyrir árið 2018 en samtökin tóku flugið út fyrir sviga.