Tilkynnt var í gær að ellefu ára drengur hefði látist á heimili sínu í Garðabæ á þriðjudaginn. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er um að ræða dreng á tólfta ári og lést hann af völdum skotsárs á heimili sínu.

Tilkynnt var í gær að ellefu ára drengur hefði látist á heimili sínu í Garðabæ á þriðjudaginn. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er um að ræða dreng á tólfta ári og lést hann af völdum skotsárs á heimili sínu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vildi lítið tjá sig um málið, en staðfesti að ekkert benti til þess að nokkuð saknæmt hefði átt sér stað.

Tilkynning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins er svohljóðandi:

„Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um andlát barns í Garðabæ á þriðjudag vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu koma því á framfæri að um er að ræða mikinn harmleik, en ekkert bendir til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað.

Lögreglan mun ekki veita frekari upplýsingar um málið og biður jafnframt fjölmiðla að veita aðstandendum svigrúm til að syrgja á þessum erfiðu tímum.“