Gagnavagn Segja má að þessi strætó minni á keppni sem aldrei fór fram.
Gagnavagn Segja má að þessi strætó minni á keppni sem aldrei fór fram. — Morgunblaðið/Eggert
Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Strætó hefur nú aftur hafið sölu á hefðbundnum auglýsingum á hliðum og bakendum vagna fyrirtækisins. Undanfarin ár hafa strætisvagnar nær eingöngu auglýst Strætó með fáeinum undantekningum, s.s.

Kristján H. Johannessen

khj@mbl.is

Strætó hefur nú aftur hafið sölu á hefðbundnum auglýsingum á hliðum og bakendum vagna fyrirtækisins. Undanfarin ár hafa strætisvagnar nær eingöngu auglýst Strætó með fáeinum undantekningum, s.s. með vögnum sem minna á réttindabaráttu hinsegin fólks eða einstaka skemmtiviðburði og átök.

„Við fengum aðila úti í bæ til að reyna að selja fyrir okkur auglýsingar og það hefur gengið svona allt í lagi. Það er þó ekkert brjálað að gera, við erum búnir að selja kannski fimmtán auglýsingar, annað hvort heilauglýsingar eða afturenda, eins og við köllum það,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, í samtali við Morgunblaðið, en greint var frá því í desember sl. að verið væri að athuga hvort fýsilegt sé að hefja sölu á ný.

Spurður hvort dræm auglýsingasala komi ekki á óvart, í ljósi þess hve sýnilegir vagnar Strætó eru í umferðinni svarar Jóhannes Svavar: „Menn eru ekki að bíða í röðum eftir því að komast hér að. En þetta er, að okkar mati, gott sýningapláss og mun ódýrara en margur annar auglýsingamiðill. Við erum þó ekki að tapa neitt á þessu. Svo er ástandið ekki alveg eðlilegt núna.“