Eldi Strangt eftirlit er með kjúklingum.
Eldi Strangt eftirlit er með kjúklingum.
Þrálát salmonellusýking á tveimur kjúklingabúum veldur því að tíðni salmonellu í sláturhópum og kjúklingaeldi hefur verið 1,2% á þessu ári og því síðasta, sem er margfalt það sem var á þremur árum þar á undan. Sama þróun hefur orðið í svínarækt.

Þrálát salmonellusýking á tveimur kjúklingabúum veldur því að tíðni salmonellu í sláturhópum og kjúklingaeldi hefur verið 1,2% á þessu ári og því síðasta, sem er margfalt það sem var á þremur árum þar á undan. Sama þróun hefur orðið í svínarækt. Ekki hefur orðið tilsvarandi aukning í salmonellusýkingum í fólki sem bendir til þess að umfangsmikið eftirlit MAST og ráðstafanir kjúklingabúa virki. Sýni eru tekin í eldi kjúklinga og aftur við slátrun. Ef jákvætt sýni greinist í eldi er fuglahópnum fargað. Ef jákvætt sýni finnst við slátrun eru allar afurðir þess sláturhóps innkallaðar. Kjúklingar úr sjö sláturhópum hafa verið innkallaðir það sem af er þessu ári og tíu á síðasta ári. Sömuleiðis er virkt eftirlit með svínakjöti. 6