Viðkvæm álitamál. N-AV Norður &spade;K92 &heart;D63 ⋄KDG4 &klubs;G76 Vestur Austur &spade;876 &spade;4 &heart;G &heart;ÁK87542 ⋄10632 ⋄Á85 &klubs;KD1084 &klubs;52 Suður &spade;ÁDG1053 &heart;109 ⋄97 &klubs;Á93 Suður spilar 4&spade;.

Viðkvæm álitamál. N-AV

Norður
K92
D63
KDG4
G76

Vestur Austur
876 4
G ÁK87542
10632 Á85
KD1084 52

Suður
ÁDG1053
109
97
Á93

Suður spilar 4.

Hvar liggur sökin? Ef eitthvert vit er í því að spyrja slíkrar spurningar um varnarklúður er mjög sennilegt að báðir verjendur eigi hlut að máli. Í þætti gærdagsins sáum við dæmi um „óheppilega vörn“ frá úrslitaleik bikarkeppninnar og hér er annað úr sama leik.

Norður opnar á 1, austur stekkur í 4 og suður segir 4. Allir pass og hjartagosi út. Sömu sagnir á báðum borðum, en vörnin þróaðist illa öðrum megin. Sagnhafi lét lítið hjarta úr borði í fyrsta slag og austur fylgdi með áttunni. Vestur skipti þá yfir í lítinn tígul, sem sagnhafi hleypti á níuna heima – ásinn upp og búið spil.

Augljóslega var hjartaáttan kall í tígli, eða í það minnsta afneitun á laufi. En átti vestur samt að spila laufkóng? Hefði austur kannski átt að yfirdrepa hjartagosann í fyrsta slag til að spila laufi? Þessi viðkvæmu álitamál eru nú alfarið í höndum lesandans.