Frá Landnámssýningunni.
Frá Landnámssýningunni.
Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur fer í svokallaðri „föstudagsfléttu Borgarsögusafns“ í dag kl. 12.10 til 13 með gesti um Landnámssýninguna í Aðalstræti. Segir Mjöll frá rúst landnámsskálans frá 10.

Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur fer í svokallaðri „föstudagsfléttu Borgarsögusafns“ í dag kl. 12.10 til 13 með gesti um Landnámssýninguna í Aðalstræti.

Segir Mjöll frá rúst landnámsskálans frá 10. öld sem fannst árið 2001 og er varðveittur á sínum upprunalega stað. Norðan við skálann fannst veggjarbútur sem er ennþá eldri, eða síðan fyrir 871 og er hann meðal elstu mannvistarleifa sem fundist hafa á Íslandi. Mun Mjöll segja frá uppgreftrinum og fornleifarannsókninni í kringum hann.

Leiðsögnin er ókeypis og allir eru velkomnir svo lengi sem húsrúm, fjarlægðarmörk og fjöldatakmarkanir leyfa.