Hinu árlega Hugvísindaþingi Háskóla Íslands var frestað í mars síðastliðnum vegna veirufaraldursins en verður nú haldið á netinu, í dag og á morgun.
Hinu árlega Hugvísindaþingi Háskóla Íslands var frestað í mars síðastliðnum vegna veirufaraldursins en verður nú haldið á netinu, í dag og á morgun. Boðið verður upp á 22 málstofur, þar á meðal um konur og örnefni í fornsögum, samtöl við sýndarverur, íslenska vísindaskáldskaparmynd, hvítleikann í íslenskri samtímalist, harðindakafla í Íslandssögunni, íslenska táknmálssamfélagið og sögur sem hafa rykfallið í handritageymslum. Málstofur verða sendar út gegnum Facebook en vistaðar á youtuberás Hugvísindasviðs. Dagskrána má skoða á vefnum hugvisindathing.hi.is.