Bill Barr
Bill Barr
Bill Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, var harðlega gagnrýndur í gær eftir að upptökur birtust af ræðu hans, þar sem hann líkti þeim hörðu sóttvarnaaðgerðum sem sum ríki Bandaríkjanna settu á í vor við þrælahald í suðurríkjum Bandaríkjanna.

Bill Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, var harðlega gagnrýndur í gær eftir að upptökur birtust af ræðu hans, þar sem hann líkti þeim hörðu sóttvarnaaðgerðum sem sum ríki Bandaríkjanna settu á í vor við þrælahald í suðurríkjum Bandaríkjanna. Sagði Barr að aðgerðirnar hefðu verið mesta brot á lýðfrelsi Bandaríkjamanna fyrir utan þrælahaldið.

James Clyburn, þingmaður demókrata, sagði að ummæli Barrs væru þau „fáránlegustu“ sem hann hefði nokkurn tímann heyrt. Clyburn, sem er svartur, sagði það ótrúlegt að æðsti yfirmaður dómsmála í Bandaríkjunum legði að jöfnu aðgerðir sem ætlað var að bjarga mannslífum og þrælkun á öðru mannfólki. „Þrælahaldið snerist ekki um að bjarga mannslífum, heldur að gera lítið úr þeim,“ sagði Clyburn.