Fiskur Samdráttur hefur orðið í fiskbúðum Fiskikóngsins á þessu ári.
Fiskur Samdráttur hefur orðið í fiskbúðum Fiskikóngsins á þessu ári. — Morgunblaðið/Golli
Hagnaður Fiskikóngsins ehf., sem rekur m.a. vinsælar fiskbúðir í Reykjavík, nam tæpum 18 milljónum króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. Það er um 64% aukning frá árinu á undan, þegar hagnaðurinn var tæpar ellefu milljónir...

Hagnaður Fiskikóngsins ehf., sem rekur m.a. vinsælar fiskbúðir í Reykjavík, nam tæpum 18 milljónum króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. Það er um 64% aukning frá árinu á undan, þegar hagnaðurinn var tæpar ellefu milljónir króna.

Tekjur félagsins á síðasta ári voru hátt í milljarður króna, nánar tiltekið 935 milljónir. Það er umtalsverð aukning frá árinu á undan þegar tekjurnar voru 730 mkr. Eignir Fiskikóngsins námu 199 mkr. í lok síðasta árs, en þær voru 153 mkr. í lok 2018. Eigið fé félagsins nemur 66 mkr., og jókst um 37% milli ára, en það var 48 mkr. í lok árs 2018.

Í ársreikningnum er vikið að rekstri þessa árs, og segir að áhrif kórónuveirufaraldursins á félagið hafi verið mikil þar sem heildsala hafi dregist verulega saman m.a. sökum samdráttar í veitingageiranum.