Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum í gær að rekstri hjólhýsasvæðis við Laugarvatn yrði hætt innan tveggja ára. Ákvörðunin er tekin vegna þess að öryggi fólks á svæðinu er verulega ábótavant komi þar upp eldur.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum í gær að rekstri hjólhýsasvæðis við Laugarvatn yrði hætt innan tveggja ára. Ákvörðunin er tekin vegna þess að öryggi fólks á svæðinu er verulega ábótavant komi þar upp eldur.

Í bréfi lögreglustjórans á Suðurlandi og slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu frá því í maí á þessu ári kom fram að ástandið á svæðinu með tilliti til brunavarna og öryggis fólks væri með öllu óviðunandi. Í bréfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar frá því í ágúst kom fram að það væri á ábyrgð eiganda eða rekstraraðila að tryggja fullnægjandi aðgerðir gegn eldsvoða. Rekstur hjólhýsasvæðisins á sér 50 ára sögu. Samningar við leigutaka eru gerðir til tveggja ára. Samþykkt sveitarstjórnar er á þá leið að gildandi samningar við leigutaka verði ekki endurnýjaðir þegar þeir renna út og verða því engir samningar i gildi að tveimur árum liðnum.