[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
* Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðsfyrirliði í knattspyrnu er útnefnd hjá UEFA sem ein þriggja bestu miðjumanna í Meistaradeild Evrópu 2019-20 þar sem hún varð Evrópumeistari með Lyon. Niðurstaðan í kjöri 87 blaðamanna og þjálfara verður kunngjörð 1.

* Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðsfyrirliði í knattspyrnu er útnefnd hjá UEFA sem ein þriggja bestu miðjumanna í Meistaradeild Evrópu 2019-20 þar sem hún varð Evrópumeistari með Lyon. Niðurstaðan í kjöri 87 blaðamanna og þjálfara verður kunngjörð 1. október en UEFA skýrði frá því í gær að Sara, Dzsenifer Marozsán hjá Lyon og Alexandra Popp hjá Wolfsburg væru í efstu þremur sætunum.

* Rúnar Alex Rúnarsson gæti skrifað undir fimm ára samning við enska knattspyrnustórveldið Arsenal í dag en það mun kaupa markvörðinn af Dijon í Frakklandi fyrir tæplega tvær milljónir punda.

* Hólmar Örn Eyjólfsson landsliðsmaður í knattspyrnu gengur væntanlega til liðs við Rosenborg í Noregi á nýjan leik um helgina en hann hefur leikið með Levski Sofia í Búlgaríu í þrjú ár.

* Gareth Bale er á leið til enska knattspyrnuliðsins Tottenham á ný eftir sjö ára fjarveru. Hann kemur í láni frá Real Madrid og er reiknað með að gengið verði frá samningum við hann í London í dag.

*Liverpool er að ganga frá kaupum á spænska knattspyrnumanninum Thiago Alcantara frá Bayern München fyrir 20 milljónir punda.

* Guðmundur Ágúst Kristjánsson er í 8. sæti á þremur höggum undir pari eftir fyrsta hring á Opna portúgalska mótinu í golfi, á Evrópumótaröðinni, þeirri sterkustu í Evrópu. Haraldur Franklín Magnús er í 76. sæti á fjórum höggum yfir pari.

* Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék annan hringinn á móti á áskorendamótaröð kvenna í golfi í Tékklandi í gær á 77 höggum. Hún er í 21. sæti fyrir lokahringinn í dag á samtals fimm höggum yfir pari.

*Enska knattspyrnuliðið Tottenham komst naumlega í 3. umferð Evrópudeildarinnar í fótbolta í gærkvöld með 2:1-sigri á Lokomotiv Plovdiv í Búlgaríu. Harry Kane og Tanguy Ndombélé skoruðu á lokamínútum leiksins.

* Sean Dyche , knattspyrnustjóri Burnley, sagði í gærkvöld að hann óttaðist að meiðsli Jóhanns Bergs Guðmundssonar landsliðsmanns í knattspyrnu væru alvarleg. Hann var borinn af velli eftir 15 mínútna leik gegn Sheffield United í enska deildabikarnum í gær og Dyche sagði að um meiðsli í hné væri að ræða.