Vestmannaeyjar Arndís Soffía Sigurðardóttir tekur við styrknum frá ráðherrunum Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Ásmundi Einari Daðasyni.
Vestmannaeyjar Arndís Soffía Sigurðardóttir tekur við styrknum frá ráðherrunum Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Ásmundi Einari Daðasyni. — Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Sýslumanninum í Vestmannaeyjum, Arndísi Soffíu Sigurðardóttur, hefur verið falið að stýra tilraunaverkefni sem gengur út á að efla og þróa samvinnu sýslumanna, lögreglu, félagsþjónustu og barnaverndar í málum er lúta að velferð og högum barna, með...

Sýslumanninum í Vestmannaeyjum, Arndísi Soffíu Sigurðardóttur, hefur verið falið að stýra tilraunaverkefni sem gengur út á að efla og þróa samvinnu sýslumanna, lögreglu, félagsþjónustu og barnaverndar í málum er lúta að velferð og högum barna, með áherslu á vernd barna sem búið hafa við heimilisofbeldi.

Verkefnið hefur fengið fimm milljóna króna styrk frá félags- og barnamálaráðherra og dómsmálaráðherra og var það innsiglað með athöfn í Landlyst í Vestmannaeyjum í gær. Þann dag hófst jafnframt vinnustofa í Eyjum, og lýkur í dag. Þar er saman komið fagfólk til ræða hvað betur megi fara í verkferlum og samskiptum á milli stofnana ríkis og sveitarfélaga sem höndla með málefni barna.

Á vinnustofunni flytja erindi m.a. þær Eliza Reid forsetafrú, Eyrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, Berglind Ósk Filipusdóttir, sérfræðingur á ráðgjafar- og fræðslusviði Barnaverndarstofu, og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.