Skallar Varnarmenn FH voru sterkari en sóknarmenn Víkinga í návígjum og hér hefur Hörður Ingi Gunnarsson betur gegn Kwame Quee.
Skallar Varnarmenn FH voru sterkari en sóknarmenn Víkinga í návígjum og hér hefur Hörður Ingi Gunnarsson betur gegn Kwame Quee. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fótboltinn Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Valur og FH eru í tveimur efstu sætunum í Pepsi Max-deild karla eftir sigra í frestuðum leikjum í gær. Valsmenn lögðu Skagamenn á Akranesi, 4:2, og FH-ingar sigruðu Víkinga í Kaplakrika, 1:0.

Fótboltinn

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Valur og FH eru í tveimur efstu sætunum í Pepsi Max-deild karla eftir sigra í frestuðum leikjum í gær. Valsmenn lögðu Skagamenn á Akranesi, 4:2, og FH-ingar sigruðu Víkinga í Kaplakrika, 1:0.

Þar með er forysta Valsmanna orðin átta stig en það eru FH-ingar sem eru komnir á hæla þeirra, renndu sér uppfyrir Stjörnuna og Breiðablik og eiga leik til góða á Hlíðarendaliðið.

Þótt Valsmenn hafi komist í 3:0 á Akranesi í gær sluppu þeir með skrekkinn því Skagamenn gerðu tilkall til vítaspyrnu undir lokin þar sem þeir hefðu fengið færi á að jafna metin í 3:3.

„Tilfinningin á Akranesi í leikslok var sú að heimamenn hefðu verið rændir stigi. Þeir voru undir á flestum sviðum fótboltans í fyrri hálfleik og virtust hreinlega ekki eiga möguleika í toppliðið en sýndu klærnar eftir hlé og það án lykilmanna,“ skrifaði Kristófer Kristjánsson m.a. um leikinn á mbl.is.

* Patrick Pedersen skoraði tvö marka Vals og hefur nú gert 11 mörk í deildinni. Það stefnir í baráttu hans, Stevens Lennons (13) og Thomas Mikkelsens (12) um markakóngstitilinn. Pedersen hefur nú gert 66 mörk í deildinni og er kominn í 23. sætið yfir markahæstu leikmennina í sögu hennar.

* Haukur Páll Sigurðsson er orðinn fjórði leikjahæstur í sögu Vals í deildinni. Hann fór uppfyrir Magna Blöndal Pétursson í gærkvöld og spilaði sinn 191. leik fyrir Val í deildinni.

*Skagamenn hafa nú fengið á sig 28 mörk í síðustu átta leikjum og aðeins unnið einn þeirra.

Hélt upp á 100. leikinn

FH-ingar áttu oft í vök að verjast gegn frískum Víkingum í Kaplakrika en stóðu þá af sér með sterkum varnarleik og góðri markvörslu Gunnars Nielsens . Færeyingurinn hélt upp á 100. leik sinn í deildinni með fínni frammistöðu.

Víkingar skora ekki mörk þótt þeir eigi hvað eftir annað hina fínustu leiki gegn toppliðum deildarinnar. Enginn virðist geta stutt við bakið á Óttari Magnúsi Karlssyni . Ef hann skorar ekki eru litlar líkur á að þeir komist á blað.

* Hjörtur Logi Valgarðsson skoraði sigurmark FH og hann kemst ekki á blað á hverjum degi, hvað þá hverju ári. Þetta er hans sjöunda deildamark á fimmtán árum í meistaraflokki, á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. Jafnframt hefur hann nú í fyrsta sinn skorað tvö mörk á sama tímabilinu.

*Hjörtur Logi átti ekki að hefja leik en hann kom í stað Péturs Viðarssonar sem fann fyrir stífleika í læri í upphitun og varð að hætta við þátttöku í leiknum.

ÍA – VALUR 2:4

0:1 Patrick Pedersen 6.

0:2 Sigurður Egill Lárusson 23.

0:3 Patrick Pedersen 31.

1:3 Brynjar Snær Pálsson 75.

2:3 Gísli Laxdal Unnarsson 80.

2:4 Kaj Leo i Bartalsstovu 90.

M

Brynjar Snær Pálsson (ÍA)

Hlynur Sævar Jónsson (ÍA)

Ísak Snær Þorvaldsson (ÍA)

Kristinn Freyr Sigurðsson (Val)

Lasse Petry (Val)

Patrick Pedersen (Val)

Sigurður Egill Lárusson (Val)

Dómari : Guðmundur Ársæll Guðmundsson – 5.

Áhorfendur : Ekki gefið upp.

FH – VÍKINGUR R. 1:0

1:0 Hjörtur Logi Valgarðsson 43.

MM

Guðmundur Kristjánsson (FH)

M

Guðmann Þórisson (FH)

Gunnar Nielsen (FH)

Hjörtur Logi Valgarðsson (FH)

Hörður Ingi Gunnarsson (FH)

Erlingur Agnarsson (Víkingi)

Halldór J. S. Þórðarson (Vikingi)

Ágúst Eðvald Hlynsson (Víkingi)

Kwame Quee (Víkingi)

Dómari : Jóhann Ingi Jónsson – 6.

Áhorfendur : 403.

* Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fotbolti.