— Morgunblaðið/Eggert
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann yfirburðasigur á Lettlandi, 9:0, í undankeppni Evrópumóts kvenna í gærkvöldi og er komið með tólf stig eftir fyrstu fjóra leikina í keppninni. Liðið hefur skorað 20 mörk gegn aðeins einu.
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann yfirburðasigur á Lettlandi, 9:0, í undankeppni Evrópumóts kvenna í gærkvöldi og er komið með tólf stig eftir fyrstu fjóra leikina í keppninni. Liðið hefur skorað 20 mörk gegn aðeins einu. Sveindís Jane Jónsdóttir lék sinn fyrsta A-landsleik og skoraði tvö markanna og Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í fyrri hálfleiknum en íslenska liðið hafði yfirburði frá fyrstu mínútu. Á myndinni fagnar Dagný Sveindísi eftir eitt markanna. Íslenska liðið býr sig nú undir annan af úrslitaleikjum riðilsins sem er gegn Svíum á Laugardalsvellinum næsta þriðjudag. Barist er um sæti í lokakeppni EM sem fram fer á Englandi sumarið 2022. 35