Héraðsdómur Réttað er yfir Gunnari Jóhanni í Vadsø í Noregi.
Héraðsdómur Réttað er yfir Gunnari Jóhanni í Vadsø í Noregi.
Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem ákærður er fyrir að hafa orðið hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, að bana í Mehamn í Noregi aðfaranótt 27.

Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem ákærður er fyrir að hafa orðið hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, að bana í Mehamn í Noregi aðfaranótt 27. apríl í fyrra, kveðst hafa orðið viti sínu fjær af sorg og bræði í kjölfar þess að hafa orðið þess áskynja að fyrrverandi eiginkona hans og hálfbróðir hans væru orðin svo náin sem raun bar vitni. Þetta kom fram fyrir héraðsdómi í Vadsø við upphaf aðalmeðferðar málsins í gærmorgun. Gunnar segist ekki hafa ætlað sér að ganga svo langt sem raun bar vitni, fyrir honum hefði einungis vakað að skjóta Gísla Þór skelk í bringu. Hann neitaði að hafa myrt bróður sinn að yfirlögðu ráði en játaði morð af gáleysi. Gunnar játaði sök í öllum öðrum ákæruliðum. 2