Aðstaða Framkvæmdir eru vel á veg komnar, en eins og sjá má á myndinni er aðstaðan nær fullbúin. Skammt er þar til staðurinn verður opnaður.
Aðstaða Framkvæmdir eru vel á veg komnar, en eins og sjá má á myndinni er aðstaðan nær fullbúin. Skammt er þar til staðurinn verður opnaður. — Ljósmynd/Vængjavagninn
Stefnt er að opnun nýs veitingastaðar í nýbyggingunni við Klapparstíg þar sem Skelfiskmarkaðurinn var áður til húsa. Staðurinn sem um ræðir ber heitið Vængjavagninn.

Stefnt er að opnun nýs veitingastaðar í nýbyggingunni við Klapparstíg þar sem Skelfiskmarkaðurinn var áður til húsa. Staðurinn sem um ræðir ber heitið Vængjavagninn. Hefur staðurinn notið umtalsverðra vinsælda undanfarin misseri en Vængjavagninn hefur, eins og nafnið gefur til kynna, fram til þessa verið veitingastaður á hjólum. Í október má hins vegar gera ráð fyrir að breyting verði þar á. Framkvæmdir eru vel á veg komnar og ekki eru nema örfáar vikur þar til staðurinn verður opnaður.

Vængjavagninn verður ekki eini staðurinn í húsinu, en auk hans verða fjölmargir aðrir söluaðilar á svæðinu. Hugmyndin með opnun veitingastaðanna er að búið verði til húsnæði sem hýsir fínni útgáfu af götubitastemningu án þess þó að taka sjarma götubitans. Þá verður sömuleiðis starfræktur „pop up“-bar en fjöldi viðburða verður í gangi samhliða. Til að byrja með verður opið frá fimmtudegi til sunnudags. Með þessu eru vonir bundnar við að hægt verði að gæða svæðið lífi að nýju.

aronthordur@mbl.is